149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:41]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti biður hæstv. ráðherra og þingmenn að gæta að tímamörkum og telur rétt að hann endurtaki ræðu sína frá því í upphafi umræðunnar. Hún gengur út á það að hér fer fram mikil umræða í tvo daga þar sem skoðanaskipti eða ræður á víxl nema hundruðum. Þar af leiðandi mun það fljótt setja tímaáætlun úr skorðum ef menn fara umtalsvert fram yfir í hverju og einu stuttu innleggi. Þess vegna hafa forsetar ákveðið að sýna takmarkað umburðarlyndi gagnvart því að menn virði ekki tímamörk og verður það gert.