149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[18:50]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Hv. þingmaður getur komið hér upp og leiðrétt mig en staðreyndin er samt sú að þegar greidd voru atkvæði um þessi heildarlög voru fjórir þingmenn sem sögðu nei og ég var ein þeirra. (LE: Ég sagði 7. gr.) Vegna 7. gr. (Gripið fram í.) Ég held að hv. þingmaður ætti að spara sér stóru orðin. (LE: Það held ég að þú ættir að gera líka, góða.) Já, já, (Forseti hringir.) en það liggur alveg fyrir að þessu var andmælt af hálfu okkar þingflokks.

Svo vil ég segja það hér að …(Gripið fram í: Góða, eins og alvörukall.) Ætla hv. þingmenn kannski …?(Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Forseti biður menn að gefa ræðumanni hljóð.)

(Gripið fram í: Þetta var þinn þingmaður.) Já, ég veit alveg að þetta var minn þingmaður, hv. þingmaður.

Hvað varðar aðhald í opinberum rekstri sem hv. þingmaður nefnir þá eigum við auðvitað reglulega að endurmeta opinber útgjöld. Fyrir því er gert ráð í lögum um opinber fjármál, að endurmat útgjalda fari fram reglulega. Það eru t.d. fyrirætlanir um að efla mjög stafræna þjónustu sem ég held að geti skipt verulegu máli og geti líka orðið til mikils sparnaðar. Eingöngu á síðasta ári var t.d. sparnaður upp á hálfan milljarð með því að (Forseti hringir.) afgreiða mál með rafrænum hætti í staðinn fyrir að senda bréf. (Forseti hringir.)

Síðan skal ég bara að staðfesta það, (Forseti hringir.) ef hæstv. forseti leyfir,

(Forseti (SJS): Nei.)

að það er rétt sem kom fram hjá hv. þingmanni hvað varðar atkvæðagreiðslu um 7. gr. laga um opinber fjármál, bara svo það sé ekki kallað …(Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Óháð því hvað er til umræðu verða menn að virða tímamörk.)