149. löggjafarþing — 94. fundur,  11. apr. 2019.

höfundalög.

797. mál
[15:11]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Það er brýnt að efla neytendavernd á Íslandi og frumvarpið sem ég hef verið að mæla fyrir er einn liðurinn í því. Þetta eykur aðgengi áskrifenda að þeirri þjónustu sem þeir hafa greitt fyrir og er því mikilvæg réttarbót hvað það varðar.

Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim þingmönnum sem hafa nefnt að akkur væri í því að auka aðgengi að efni Ríkisútvarpsins og ég tel að það geti skipt miklu máli fyrir þá sem eru búsettir tímabundið erlendis og tel að við ættum að skoða það í sameiningu.

Virðulegi forseti. Þetta er framfaramál. Þetta snýr að neytendavernd og mun auka hag og réttindi neytenda.