149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:18]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta velfn. (Guðmundur Ingi Kristinsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka fyrirspurnina. Jú, það er vegna þess, eins og við mundum segja, að í öllum tilfellum, ég mundi segja í níutíu og eitthvað prósent tilfella, ætti að vera hægt að taka ákvörðun um þessar fóstureyðingar fyrir 12. viku.

Ég held að það séu allir sammála um að það væri best ef það væri hægt að taka slíka ákvörðun í öllum tilfellum fyrir 12. viku. Við hljótum að geta verið sammála um það. Því lengra sem líður ...

Ég segi fyrir mitt leyti að ég get aldrei samþykkt 22. viku. Það er bara ekki inni í minni mynd. Mér finnst það bara alveg út úr kortunum, því miður. Það er bara mín skoðun.