149. löggjafarþing — 100. fundur,  6. maí 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:54]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Mig langar í síðara andsvari að koma aðeins inn á það sem hún nefndi í ræðu sinni með landsbyggðina og þennan landsbyggðarvinkil sem menn hafa stundum reynt að taka, ekki bara á þetta mál heldur mörg önnur mál.

Mér fannst athyglisvert að heyra hv. þingmann tala til að mynda um að auðvitað myndi frumvarp eins og þetta ekki breyta neinu um stöðu þeirra sem eru í hinum dreifðari byggðum. Það fer enginn að setja upp áfengisverslun t.d. í Örlygshöfn eða jafnvel á enn minni stöðum. Mig langar að spyrja hv. þingmann: Finnst henni jafnvel líklegt að aðgengi á minni stöðum kynni að versna? Og þá kannski sérstaklega hvort þingmanninum þyki líklegt (Forseti hringir.) að vöruúrval yrði það sama ef sú leið yrði farin sem hér er rædd.