149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er orðið löngu tímabært að endurskoða og bæta þessa 44 ára gömlu löggjöf. Í dag fara langflestar konur, 94,4%, í þungunarrof fyrir 12. viku þrátt fyrir að þær hafi leyfi til loka 16. viku. Þetta frumvarp mun því engu breyta um það. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er þungunarrof svo einnig heimilt að 22. viku en ákvörðunarvaldið liggur ekki hjá konunni sjálfri heldur nefnd sem í sitja læknir, lögfræðingur og félagsfræðingur. Því er hægt að neyða konu til að ganga með í níu mánuði.

Þungunarrof er, þegar liðið er á meðgöngu, mjög erfið ákvörðun og ýmsar þungbærar ástæður geta kallað á slíka aðgerð. Það er einfaldlega enginn betur til þess fallinn en konan sjálf að ákveða það og ég mun því segja já.