149. löggjafarþing — 103. fundur,  13. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[18:41]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Skaparinn fól konum að ganga með börn. Það var mikið traust og ég tek það traust lengra. Ég treysti konum til þess að hafa þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þær ganga með barn fram að 22. viku eða ekki. Það er konunnar að ákveða.

Ég vil líka segja gagnvart samþingmönnum mínum að ég virði ólíkar skoðanir. Mér finnst að við eigum að gera það í svona erfiðri umræðu. Þetta er mörgum erfitt. Fyrir mér er þetta ekki erfitt. Mér finnst þetta mjög eðlilegur hlutur. Við erum komin á þann stað í jafnrétti að þetta er sjálfsákvörðunarréttur kvenna. Það er enginn nema konan sjálf sem getur upplifað þær tilfinningar þegar hún þarf að taka slíka ákvörðun. Við skulum treysta konum til enda í þeim málum. Skaparinn treysti okkur konum til að ganga með börnin og ég treysti konum til að taka ákvörðun í þessu máli.

(Forseti (SJS): Þingmaðurinn segir?)

Já.