149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

um fundarstjórn.

[20:13]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Mér finnst mikilvægt að við fáum að vita hvenær þessum þingfundi á að ljúka. Við þingflokksformenn samþykktum kvöldfund. Það var aldrei talað um næturfund. Ég vil gjarnan fá staðfestingu á því að hér verði bara kvöldfundur og það er sjálfsagt að standa hér vaktina fram undir miðnætti.

En ég vil gera athugasemdir við ræðu hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar. Við getum ekki ætlast til þess að fólk beri virðingu fyrir Alþingi þegar við sjálf getum ekki borið virðingu fyrir því sem er að gerast hér og hvert fyrir öðru. Af næstu tíu mönnum á mælendaskrá eru þrír Miðflokksmenn. Við munum aldrei ná þeim tíu fyrir miðnætti og athugasemd hv. þingmanns var algjörlega óþörf undir þessum kringumstæðum.