149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:16]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Ég heyri að þetta er farið að þvælast mjög fyrir hv. þingmanni og formanni utanríkismálanefndar. Ég hef ekki á nokkurn hátt notað orð þeirra tvímenninga gegn þeim eða snúið út úr þeim. Ég hef ósköp einfaldlega fjallað um álitsgerð þeirra, sem er hin athyglisverðasta. Hún er afar vönduð að allri gerð og staðreyndin er sú að megintillaga þeirra er sú að málið verði tekið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar.

Hin leiðin er reist á því að það verði lagalegur fyrirvari. Núna gerist það í dag, 15. maí, að lagalegi fyrirvarinn gufaði upp. (Gripið fram í: 16.) Hann finnst ekki.

Það er alveg nauðsynlegt að þessir ágætu höfundar verði inntir eftir áliti á málinu í ljósi þeirra upplýsinga sem komu fram í máli hv. þm. Birgis Ármannssonar, formanns (Forseti hringir.) þingflokks Sjálfstæðisflokksins.