149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:54]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það eru tvær leiðir sem hv. þingmaður nefnir og mér sýnist að umræðan hafi snúist mikið um, fram og til baka. Ég tel að verið sé að fara réttu leiðina. Það er alveg ljóst í mínum huga. Ef menn ætluðu að fara hina leiðina hefðu þeir þurft að gera það fyrir einhverjum árum síðan. Það er oft talað um neyðarhemilinn í þingræðum um þetta mál en þetta er ekki málið til að kippa í neyðarhemilinn. Við skulum eiga það inni til betri nota ef á reynir.

Það sem er að gerast núna verður að þakka þessari ríkisstjórn. Í síðustu fjárlögum voru settar 160 milljónir til að gæta hagsmuna Íslendinga í Brussel. Það er þessi ríkisstjórn sem setur stöðuna og tekst almennilega á við þetta. Það er mikilvægt að hafa í huga. Þegar við förum í umræðu um fjórða orkupakkann og seinni mál (Forseti hringir.) erum við því miklu betur stödd í þeirri umræðu.(Forseti hringir.) Það má benda á að nú þegar er búið að skipa starfshópa til að sinna því verkefni (Forseti hringir.) að takast á við fjórða orkupakka og það hvað hann þýðir fyrir íslenskt samfélag.