149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:22]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú liggur ljóst fyrir að hæstv. forseti greindi þinginu ekki rétt frá fyrir um fjórum tímum síðan þegar hann fullyrti að senn yrði gert hlé á þessari umræðu. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvað valdi. Bárust hugsanlega skilaboð frá Stokkhólmi, beint eða óbeint? Hvað gekk hæstv. forseta til með yfirlýsingu fyrir um fjórum tímum síðan sem reynst hefur röng? Áttu þetta hugsanlega að vera „lofsamlegar blekkingar“ að mati hæstv. forseta? Tekur hæstv. forseti þátt í þeim stóra blekkingaleik sem þetta mál allt saman er, með því að fullyrða við þingið eitthvað sem svo er ekki staðið við? Ég kalla eftir því að hæstv. forseti útskýri það.