149. löggjafarþing — 108. fundur,  22. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:00]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið. — Víkur þá hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir úr salnum.

Mig langar til að koma aðeins inn á þessa innleiðingu. Sé innleiðingin full, sem virðist vera orðið morgunljóst, og að þessir tveir lagalegu fyrirvara sem við setjum á móti þeim átta sem Noregur setur og engum lagalegum fyrirvara sem Liechtenstein setur en þó tali EES-ríkin einum rómi, þá stendur í 36. gr. tilskipunar 72/2009 í c-lið: „að afnema takmarkanir“ — það er sem sagt hlutverk eftirlitsyfirvaldsins, sem er þá Orkustofnun sem heyrir undir ACER — „í viðskiptum með rafmagn milli aðildarríkjanna, þar með talið að þróa viðeigandi flutningsgetu yfir landamæri til að anna eftirspurn“ — þetta er afar mikilvægt — „og auka samþættingu landsmarkaða sem getur auðveldað raforkuflæði innan bandalagsins, …“

Telja menn í alvöru að svona texti sé (Forseti hringir.) bara hér heima á Íslandi og (Forseti hringir.) varði ekki Evrópusambandið og hagsmuni þess?