149. löggjafarþing — 108. fundur,  23. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:27]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni þetta svar. Í sjálfu sér virðist líka vera tilhneiging hér innan lands til þess að gangast þessu valdi á hönd. Mér verður hugsað til andstöðu núverandi sitjandi hæstv. forseta Alþingis við orkupakka eitt og tvö á sínum tíma. Hann var ansi skeleggur og áberandi, en núna virðist sem Vinstri græn, flokkur hæstv. forseta, hafi gjörsamlega snúið við blaðinu og þrái ekkert heitar en að tengjast Evrópusambandinu tryggðarböndum í orkumálum. Það er nýlunda að maður þurfi að standa hér í debatti við þingmenn Vinstri grænna sem eru mjög áhugasamir um markaðsvæðingu orku.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann hafi einhverja skýringu á þeim sinnaskiptum sem orðið hafa í þessum annars ágæta rótgróna flokki.