149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[07:36]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það blasir við að ef einhverjar af þeim áhyggjum sem við þingmenn Miðflokksins höfum talað um við síðari umr. raungerast þá mun það setja verulegan þrýsting á EES-samninginn. Ef staðan verður þannig að ekki verður við unað, við finnum okkur í þeirri stöðu, þá er mögulega engin önnur leið til að laga málið en sú að segja upp EES-samningnum. Það verður að vera á ábyrgð þeirra sem vilja keyra málið í gegn eins og um það er búið núna. Það verður ekki á ábyrgð okkar í Miðflokknum. Ég verð að viðurkenna að það hefur komið mér mjög á óvart hversu litla áherslu áhugamenn um innleiðingu þriðja orkupakkans eins og hann stendur núna (Forseti hringir.) hafa lagt á það að hugsa næstu skref, ef svo má segja. Hvað svo?