149. löggjafarþing — 109. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[08:25]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Í raun má segja með þessum dæmum sem við höfum leitt fram núna, að ekki er einungis um það að ræða að menn séu að skipta um skoðun. Menn eru að kasta skoðunum sínum fyrir róða. Menn eru gjörsamlega að hlaupa frá skoðunum sínum. Menn eru að hlaupa frá sannfæringu sinni eins og hún kom fram fyrir stuttu síðan. Það kann ekki góðri lukku að stýra.

Ég skil því ekki, herra forseti, hvers vegna í ósköpunum mönnum liggur svona mikið á að flaustra þessu máli í gegnum þingið svo illa búnu með afleiðingum sem við sjáum ekki fyrir. Það eina sem hægt er að gera, alla vega þeir sem sitja hjá við að afgreiða málið hér í gegn, er að vara við. Og það höfum við gert, við sem höfum verið hér, að malda í móinn út af þessari afgreiðslu en ekki verið á það hlustað. (Forseti hringir.) Að lokum munum við náttúrlega að sjálfsögðu, ef þetta fer sem horfir, þvo hendur okkar af þessum gjörningi.