149. löggjafarþing — 110. fundur,  24. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:59]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti þakkar hv. þingmanni fyrir þetta og metur það að hv. þingmenn hafi hugleitt málin milli funda eins og forseti stakk upp á. Það birtist m.a. í þessu, sem forseti telur líka til bóta upp á svipinn á umræðunni. Vegna þess að það er ansi erfitt að útskýra fyrir fólki að andsvör við fimm mínútna ræðu geti farið í allt að 20 mínútur, auk þess sem þingsköpin, eins og frá þeim var gengið upp úr miðjum síðasta áratug, eru þannig að menn geta haldið óteljandi fimm mínútna ræður og ekki er allur munur á andsvari og einfaldlega næstu ræðu.

Forseti tekur þessu vel og þakkar fyrir.