149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:55]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Ekki er hægt að hafa mörg orð um það sem hér hefur farið fram annað en að þingmönnum má vera ljóst að mikill munur er á kjarasamningum opinberra starfsmanna og starfsumhverfi og högum þingmanna. (Gripið fram í.) Starfsmenn þingsins lúta kjarasamningum opinberra starfsmanna og um þá starfsmenn gilda ákvæði opinberra starfsmanna.

Svo má líka benda á að hugsanlega mætti ljúka umræðunni öllu fyrr ef menn leggja sig fram um að stytta andsvör og jafnvel verða hnitmiðaðri í málflutningi sínum því að málið hefur verið reifað allverulega, sennilega í 70 klukkustundir eða meira, en með því væri hægt að ljúka þessari umræðu fljótlega.