149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:56]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það var annar forseti í forsetastól fyrr í nótt þegar við tókum upp umræður um fundarstjórn forseta. En mig langar engu að síður að nefna þetta núna í því samhengi að nú er klukkan orðin fimm á aðfaranótt laugardags. Engar athugasemdir voru gerðar við lengri fundartíma við upphaf þingfundar og þá er yfirleitt miðað við að menn veiti samþykki sitt fyrir því að fundur standi til miðnættis og rétt fram yfir miðnætti. Í því ljósi og í ljósi þess að við höfum tekið undir áhyggjur af því að starfsfólk þingsins sé hart keyrt þessa dagana vegna ákvarðana forseta um hvernig fundarstjórn skuli háttað og skipulagi funda langar mig að spyrja forseta hvernig hann sér fyrir sér að þingfundinum vindi fram og hvenær hann áætlar að honum ljúki.