149. löggjafarþing — 110. fundur,  25. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[09:27]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég ítreka að óskin er einfaldlega sú til herra forseta að upplýst verði hversu lengi fundurinn eigi að standa þannig að menn geti gert ráðstafanir varðandi gerðir sínar, og ekki bara við þingmenn Miðflokksins, heldur líka þeir mjög svo áhugasömu þingmenn annarra flokka og stjórnarliðsins sem verið hafa hérna með okkur í þinghúsinu.

Ég vík mér ekki undan löngum fundarhöldum, sérstaklega ekki þegar verið er að ræða framtíð orkuauðlinda landsins, ráðstöfun þeirra og nýtingu.