149. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:09]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Mér heyrist þingheimur vera sammála þessari tillögu minni. Það er spurning hvort hæstv. forseti taki málið ekki nú af dagskrá og fresti til haustsins. Ég hef alla vega ekki heyrt neinar mótbárur hér í salnum síðustu mínúturnar og eru næg tækifærin til.

Ég hef velt því mikið fyrir mér hvaða lausn væri haganlegust út úr þessu. Við í Miðflokknum höfum boðið ítrekað að málið yrði tekið af dagskrá og öðrum málum hleypt að og síðan tekið á dagskrá aftur, en mér sýnist einhvern veginn allt benda til þess að skynsamlegasta lausnin, mjög margra hluta vegna og fyrir sálarheill mjög margra þingflokka, sé að fresta málinu fram á haust. Það þarf frekari skoðunar við. Það er of margt óljóst. Það er of mörgum spurningum ósvarað (Forseti hringir.) og lausnin er sú að fresta málinu fram á haust.