149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:50]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ágætisyfirferð hjá hv. þm. Birgi Þórarinssyni. Þá er ég komin á næsta stað í minni hugsun. Það var gerð krafa um að skipta þessu fyrirtæki upp í framleiðslu og dreifingu. Er það mögulega það sem gerist núna þegar við hugum að Landsvirkjun og Landsneti? Við höfum heyrt því fleygt að það séu hugmyndir um að nú sé réttur tími til að selja jafnvel Landsvirkjun. Ég spyr hvort hv. þingmaður hafi einhverja skoðun á þessu og þá í sambandi við hugtakið neytendavernd sem búið er að klifa á, að það felist svo mikil neytendavernd í að innleiða orkupakka þrjú. Á meðan fáum við ekki að sjá orkupakka fjögur.