149. löggjafarþing — 117. fundur,  5. júní 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:12]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það hefði verið fínt ef fulltrúi atvinnuveganefndar hefði þá tekið þátt í þessari umræðu, sá þingmaður sem hér talaði síðast, hv. þm. Njáll Trausti Friðbertsson. (Gripið fram í: … með tvo fulltrúa.) Hitt er annað að það er rétt hjá hv. þingmanni að það er náskyldur ættingi minn í framtíðarnefnd um stefnu um orkumál á Íslandi. Ég fylgist mjög gaumgæfilega með hvað fer þar fram. Hins vegar er ég að segja það að við þurfum ekki að flýta okkur svona hratt við að innleiða orkupakka þrjú. Ég vil benda á það enn og aftur: Fyrst þarf að klára stefnu fyrir Ísland. Síðan skulum við máta þá stefnu við það sem á að keyra hér í gegn á ógnarhraða. Og ég spyr: Af hverju er það gert?