149. löggjafarþing — 118. fundur,  6. júní 2019.

dagskrá fundarins.

[10:38]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Þetta er stórfurðulegur skrípaleikur hérna. Ég myndi að sjálfsögðu fagna þessari dagskrá líka ef ríkisstjórnin hefði bara samið við okkur og ef þingforseti hefði látið okkur vita. (Gripið fram í: Þingforseti hefur dagskrárvaldið.) Ja, hann getur líka alveg (Gripið fram í.) látið okkur vita. En það sem þetta snýst um, það sem ég sé í þessu, er að nú hafa formenn verið í samningaviðræðum við forsætisráðherra og ríkisstjórnina og það sem er að gerast er að ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við að hún er að semja við tvo aðila. Og þegar verið var að skoða það að semja um þriðja orkupakkann neituðu hinir flokkarnir í stjórnarandstöðunni að vera samábyrgir fyrir þeim samningum, um þriðja orkupakkann. Þá slitnaði upp úr öllu. Um hvað snýst þetta þá? Er búið að semja um þriðja orkupakkann eða ekki (Forseti hringir.) og er þetta hluti af því? Og svo á bara, afsakið, forseti, að gefa skít í okkur hin. Auðvitað snýst þetta um það að við viljum (Forseti hringir.) semja um þinglok, sem er bara sjálfsagt, en við viljum líka fá að vita fyrir fram hvaða mál verða á dagskrá þingsins.