149. löggjafarþing — 119. fundur,  7. júní 2019.

öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða.

416. mál
[15:58]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um mál sem ákveðin tímamót felast vissulega í þar sem við erum að ná utan um nýtt verkefni sem er öryggi net- og upplýsingakerfa. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka kærlega fyrir samvinnuna í nefndinni við vinnslu málsins og tek undir með hv. þingmanni sem talaði á undan, Birni Leví Gunnarssyni, um að við náðum að bæta málið þar frekar. Það er einmitt mikilvægt að eiga gott samtal og ná fram gagnrýninni og gagnlegri umræðu í nefndum eins og tókst í þessu máli.