149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kjararáð.

413. mál
[13:57]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Forseti. Mjög stutt: Ef þetta snýst um að peningar hafi áhrif í þá veru að menn fórni stefnu sinni fyrir bitlinga eða eitthvað svoleiðis get ég bent hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni á að Píratar hafa alla tíð ekki þegið formannsálagið þannig að það eru fordæmi fyrir því. Ef þingmaðurinn vill ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar getur hann afsalað sér formannsálagi sínu.

Jafnframt höfum við gert það þannig að aðstoðarmaðurinn sem fylgir formanni Pírata nýtist öllum þingflokknum í sínu starfi. Aftur er það eitthvað sem gæti nýst þingmanninum til að sýna gott fordæmi. Ég vil bara nefna þetta í ljósi markmiðsins sem þessi tillaga er sett fram til að ná.