149. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:53]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ekki hafi verið nein spurning í þessu hjá hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur en ég vil bara ítreka það sem ég sagði áðan, það getur ekki verið markmið þessara laga að aðili sem er að sækja um stækkun á þegar — (LRM: Það er ekki það sem ég sagði.) Jú, jú, ég heyrði það nefnilega. (LRM: Það er ekki rétt.) — útgefnu rekstrarleyfi lendi í limbói með það gagnvart þriðja aðila innan svæðis.

Það breytir ekki þessari afstöðu minni að hv. þingmaður hristi hausinn.

Það er ekkert verið að biðjast undan því að aðilar sem halda leyfum virkum á grundvelli gamla regluverksins losni undan því regluverki sem þarf að fara í gegnum með stækkunina, síður en svo. Það dytti mér ekki í hug. (Forseti hringir.) Þetta snýst bara um að menn þurfi ekki að byrja aftur á núlli. (LRM: Það er enginn sem þarf að gera það. …)