149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu.

995. mál
[13:23]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég ætla bara að ítreka það að ég hef ekkert á móti þessari beiðni og ætla ekki að greiða atkvæði gegn henni. Ég bendi bara á það sem mér finnst vera aðalatriðið. Við fyrstu sýn virðist með þessari beiðni verið að nota haglabyssu á fluguna. Það er verið að skjóta í allar áttir. Ég sé í fljótu bragði spurningar sem varða algjörlega lögákveðin atriði þannig að svarið yrði raunverulega útdráttur úr lögum og verklagsreglum. Mér finnst sumt af þessu algjör óþarfi. Innan um er samt einhver kjarni sem mér finnst mega nálgast betur en gert er í þessari beiðni til að komast að kjarna málsins. Eftir hverju eru menn að leita? Hvað vilja menn fá fram í skýrslunni? Þarna er verið að nota haglabyssuna á fiskifluguna.