149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[19:57]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um það sem lýtur að utanspítalaþjónustu og heilbrigðisþjónustunni almennt. Við vitum öll hvernig staðan er, hvort það heitir fráflæðisvandi eða biðlistar eftir hverju sem er. Hér er í rauninni um algjört sanngirnis- og réttlætismál að ræða og nauðsynlegt fyrir okkur að greiða þessu atkvæði.