149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[11:51]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar þáverandi ríkisstjórn fór í könnunarviðræður um lagningu sæstrengs við bresk stjórnvöld var ekki skýrt kveðið á um það í lögum að ákvörðun um slíka lagningu skyldi liggja hjá Alþingi. Með því að samþykkja þetta frumvarp hæstv. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra erum við hins vegar að setja það algjörlega skýrt fram að ríkisstjórn á hverjum tíma, þrátt fyrir áhuga hennar á lagningu slíks strengs, getur ekki gert það nema með samþykki Alþingis. Þess vegna finnst mér þetta mikið framfaramál og við styðjum það að sjálfsögðu. Hins vegar tel ég það ekki tæka tillögu sem kemur fram frá Flokki fólksins um að Alþingi eigi ekki að koma að þeim málum, að því eigi að vísa beint til þjóðarinnar.

Þá tillögu tel ég ekki standast skoðun og því munum við greiða atkvæði gegn henni.