150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þá langar mig að spyrja einfaldrar spurningar. Við höfum ekki fengið gögnin enn þá þrátt fyrir að hafa spurt ítrekað og fyrirspurn hafi legið hjá fjármálaráðuneytinu síðan í nóvember í fyrra og verður lögð fram aftur á þessu þingi, því að henni var ekki svarað. Miðað við það að við höfum ekki þau gögn í höndunum, væri það ábyrgðarleysi af þinginu að samþykkja þennan samning? Ég tel svo vera. Gæti hv. þingmaður hugsað sér að greiða atkvæði með samningnum án þeirra gagna?