150. löggjafarþing — 7. fundur,  19. sept. 2019.

hugbúnaðargerð fyrir ríkið.

[10:59]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki miklu við þetta að bæta. Þetta eru bara hárréttar ábendingar hjá hv. þingmanni, hér undir eru mjög miklir hagsmunir. Þetta er ekki alveg klippt og skorið, þetta er ekki alveg einfalt. Við erum að gera mjög stóra samninga í þessu efni. Þetta er umfangsmikil þjónusta. Eitt af því sem við þurfum líka að horfa til er reksturinn á öllum þessum kerfum. Við sjáum t.d. að við höfum rekið eins konar gagnaver í opinberri þjónustu á langt yfir 100 stöðum um alla borg á meðan miklu stærri þjóðir, eins og Danir, hafa rekið gagnaverin sín á einum til tveimur stöðum. Þarna er ég að vísa til þess hve mikil rekstrarhagkvæmni geti legið í því að samnýta upplýsingakerfi þvert á stofnanir. Hér er hv. þingmaður fyrst og fremst að tala um hugbúnaðarmálin og kemur með góðar ábendingar sem við þurfum áfram að hafa í skoðun.