150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

endurskoðun á ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt.

32. mál
[13:08]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðför að bændum. Ég kalla það þegar verið er að gera lítið úr þeim störfum og þeim verkefnum sem þegar eru í gangi sem myndu vinna betur að þessum markmiðum. Ég er að tala um að þessi verkefni eru unnin í samráði við Landgræðsluna. Er Landgræðslan að gera lítið úr þeim verkefnum sem hún er að vinna að með bændum? (Gripið fram í.) Við erum að tala um að sauðfé hefur líka fækkað um helming á nokkrum áratugum. Af hverju heldurðu að það sé? (HKF: Hvað kemur það málinu við?) Það er m.a. vegna þessa. Ég ætla ekki að vera í samtali við þig, fyrirgefðu.

Ég held að við getum alveg staðið við það að þau verkefni sem t.d. hæstv. ráðherra í sinni tíð, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, kom af stað og vann vel að ásamt mörgum öðrum komi að sömu niðurstöðu og þessi þingsályktunartillaga gerir. En við erum að tala um að þegar verið er að draga úr gæðastýringarálaginu er verið að draga úr afkomu bænda. (HKF: Nei. …) Ég er ekki í samtali við þig, fyrirgefðu, ég er hér í ræðustól.