150. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2019.

ávana- og fíkniefni.

23. mál
[18:47]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir síðara andsvar. Ég verð að segja alveg eins og er að í hjarta mínu er ég það. Og ég var alveg grjótharður í þessu fyrir nokkrum árum en einhvern veginn hefur tíminn … (Gripið fram í: Skemmt þig.) skemmt mig? Nei, hann hefur kannski ekki skemmt mig, en hann hefur leitt það í ljós að þetta er svo flókið og mér finnst að lönd þurfi að taka höndum saman. Við sjáum núna að gerðar eru tilraunir í Bandaríkjunum með kannabis og ég fylgist áhugasamur með hvernig það þróast. Ég er ekki farinn að sjá nein bein svör við því. Í fullkomnum heimi myndi ég vilja sjá þetta bara löglegt. En því miður er heimurinn sem við búum í ekki fullkominn, ekki enn þá.