150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[16:31]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Já, þetta er einn þeirra þátta sem við erum með í sérstakri skoðun með dómsmálaráðuneytinu. Við höfum bæði heyrt um og þekkjum þetta umhverfi og þetta er t.d. hlutur sem Neytendasamtökin leggja mikla áherslu á að þurfi að taka á. Við mátum það sem svo að ekki væri tímabært að koma því inn í þetta frumvarp núna en erum að skoða með dómsmálaráðuneyti hvort og þá hvað er skynsamlegt að gera í efnum er varða löginnheimtu.