150. löggjafarþing — 25. fundur,  24. okt. 2019.

lax- og silungsveiði.

251. mál
[11:37]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir. Það er tvennt sem mig langar að fá að spyrja hæstv. ráðherra út í. Á landinu held ég að séu um 110–120 veiðifélög, ég er ekki alveg með töluna á hreinu. Það er í námunda við það. Er búið að leggja mat á hvað það eru mörg veiðifélög sem breyttar reglur um minnihlutavernd ná til? Hitt atriðið sem mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra um varðar þetta minnihlutaverndarákvæði sem kom inn eftir að drögin fóru í gegnum samráð stjórnvalda, ef ég skildi ráðherrann rétt. Voru gerðar miklar athugasemdir við aðra þætti frumvarpsins í samráðsgáttinni?