150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[17:02]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir neyslurýmin. Ég þakka henni fyrir að vilja koma með skaðaminnkandi úrræði fyrir veika sprautufíkla. Ég býst við að það séu eingöngu þeir sem málið snýst um. Þess vegna hlakka ég til þess þegar við fáum frumvarpið sem hv. þm. Halldóra Mogensen er flutningsmaður að um að neysluskammtar verði ekki refsiverðir. Hins vegar finnst mér svolítið margt þarna. Hæstv. ráðherra hafði samband við þá sem best til þekkja og buðust til þess að koma með leiðbeiningar og annað slíkt, til að mynda sjúkrahúsið Vog sem er með margar skýrslur og gögn. Þeir eru með 100 einstaklinga, skilst mér, sem eru langveikir, fárveikir sprautufíklar sem þeir sinna á hverjum einasta degi. Mig langar að spyrja hvort hæstv. ráðherra hafi verið í sambandi við þá (Forseti hringir.) og gefið þeim kost á að leggja sitt til málanna.