150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[14:43]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Hér er á ferðinni ósk um að setja 2 milljarða kr. í aukna löggæslu í landinu. Við erum að berjast við fádæma fíkniefnafaraldur. Við erum að berjast við fádæma fjölda ótímabærra dauðsfalla. Við erum virkilega að berjast við ógnarvá í landinu hvað þetta varðar. Við höfum aldrei þurft að horfast í augu við þvílíkt og annað eins. Flokkur fólksins reynir alltaf að forgangsraða fyrir fólkið. Og við segjum: Það er tvennt sem ríkisvald verður að gera. Það verður að halda uppi allsherjarreglu og tryggja öryggi borgaranna í landinu.