150. löggjafarþing — 40. fundur,  4. des. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[16:14]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Í grunninn snýst þetta mál um það að búa hér til gjalda- og skattumhverfi fyrir íslenskt fjármálakerfi sem er ekki lakara en það sem er í öðrum löndum, að við aukum samkeppnishæfni fjármálakerfisins á Íslandi gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum. Ég geri mér grein fyrir því að í þessum sal eru margir þingmenn sem hafa engar áhyggjur af samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs yfir höfuð. Það hef ég hins vegar og ég hef áhyggjur af því að þessi skattur er fyrst og fremst borinn af heimilum og minni og millistórum fyrirtækjum. Stórfyrirtækin á Íslandi geta komist undan þessum skatti vegna þess að þau eiga í samskiptum við erlendar fjármálastofnanir sem þurfa ekki að bera þessa skattheimtu.

Í einfaldleika sínum snýst þetta mál, hæstv. forseti, um samkeppnishæfni fjármálakerfisins, (Forseti hringir.) samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.