150. löggjafarþing — 41. fundur,  9. des. 2019.

trúnaðarupplýsingar á nefndarfundum.

[15:44]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Í 19. gr. þingskapalaga segir, með leyfi forseta:

„Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi“.

Eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 6. desember sl. fjallaði hv. þm. Guðmundur Andri Thorsson opinberlega um efni fundarins á þann veg að ekki verður annað séð en að um skýrt brot á lögum um þingsköp sé að ræða. Ekki er nóg með að vitnað sé til orða þingmanna heldur eru dregnar ályktanir um skoðanir þeirra af orðum sem þeir létu falla um málsmeðferðina, án þess að þeir hafi lýst nokkurri skoðun á málinu. Um leið og ég harma að nefndarmaður skuli rjúfa trúnað og rýra þar með traust á störfum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vek ég athygli forseta á þessu broti á þingsköpum.