150. löggjafarþing — 42. fundur,  10. des. 2019.

viðvera þingmanna við atkvæðagreiðslu.

[13:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Forseti. Mér er alveg sama undir hvaða lið ég tala. Við teljum hins vegar nauðsynlegt að reyna að ná samkomulagi um lok þingstarfa og við hefðum viljað vera komin lengra í því. Þar af leiðandi munum við greiða atkvæði gegn afbrigðum um að taka þessi mál á dagskrá hér á eftir. Ástæðan er sú að ekki hefur enn um samist þó að ágætisandi sé í þessu öllu saman. Við erum að tala um mál sem eru allt of seint fram komin, mál sem eru jafnvel umdeild, sem ætlunin er að taka á dagskrá einhvern tímann í þinginu. Þar á meðal er mál sem verið er að greiða atkvæði um á eftir. Við teljum að betra hefði verið að doka með þetta. En það er ánægjulegt að sjá að meiri hlutinn virðist ætla að standa saman um að fara áfram með þessi mál.