150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl.

449. mál
[20:45]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Málflutningur hv. þm. Þorsteins Víglundssonar vekur athygli í ljósi þess að guðfaðir Viðreisnar, Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var sá sem gerði þennan samning milli ríkis og kirkju á sínum tíma. (Gripið fram í.) Það er þó önnur saga. (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í.) Með samkomulagi ríkis og kirkju frá 1907 fékk ríkið umsjón með jarðeignum kirkjunnar sem átti þá um 25% alls lands. Árið 1997 fékk ríkið jarðirnar til eignar. Þjóðkirkjan afhenti ríkinu jarðeignir sína gegn endurgjaldi í formi launa til tiltekins fjölda presta og starfsmanna. Þetta samkomulag stendur óhaggað. Samningurinn um kirkjujarðir er ekki til endurskoðunar í þessu nýja samkomulagi. (HHG: Því miður.) Þjóðkirkjan er mikilvægur vitnisburður um það að við sem þjóð stöndum á sögulegum og menningarlegum grunni kristinnar trúar og gilda.

Ég fagna þessu samkomulagi. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)