150. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2019.

300 þús. kr. lágmarksframfærsla almannatrygginga.

17. mál
[20:55]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um þingsályktunartillögu sem er lögð fram af Flokki fólksins af góðum hug sem hefur um margt staðið fyrir að halda vakandi umræðu um kjör þeirra sem verst standa í samfélaginu. Því miður leggur tillagan eins og hún er lögð fram hins vegar upp með það að skattleggja með mismunandi hætti tekjur mismunandi hópa í samfélaginu.

Það gengur ekki og því greiðum við atkvæði gegn henni.