150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[16:31]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að hæstv. forsætisráðherra nefndi jöfnuð og hvað búið er að gera en hér erum við að tala um framtíðina og hvað við ætlum að gera. Ég spyr: Er að vænta frekari aðgerða?

Það virðist eins og að mál ríkisstjórnarinnar komist oft ekki miklu lengra en bara inn í forstofuherbergi ríkisstjórnaríbúðarinnar, þ.e. þau stoppi áður en þau koma til þingsins. Nú er enn eitt málið sem mér sýnist á fjölmiðlum að mikill ágreiningur sé um, þ.e. fyrirhugaður miðhálendisþjóðgarður. Hæstv. samgönguráðherra hefur tjáð sig, fjöldamargir þingmenn hafa gert það og ég spyr: Hvaða afleiðingar mun það hafa fyrir stjórnarsamstarfið ef VG nær ekki miðhálendisþjóðgarði í gegn?