150. löggjafarþing — 56. fundur,  3. feb. 2020.

þjónusta við eldra fólk.

462. mál
[17:00]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég ætla að blanda mér í umræðu um þjónustu við eldra fólk og þakka fyrir að þessi umræða er á dagskrá í dag. Fyrirspyrjandi ræddi um mikilvægi nýrrar hugsunar og nýsköpunar og hæstv. ráðherra kom inn á mikilvægi forvarna og sveigjanleika. Ég er enginn sérfræðingur á þessu sviði en ég hef oft velt fyrir mér af hverju við erum ekki með meiri samvinnu og teymisvinnu í þjónustu við aldraða þar sem sá aldraði væri hugsanlega teymisstjórinn og að umönnuninni gætu komið starfsmenn sveitarfélaga og heilbrigðiskerfisins og ættingjar ef því er að skipta því að eins íþyngjandi og það getur verið að bera alla umönnunarbyrðina eru líka ákveðin lífsgæði í því að geta tekið þátt í umönnun aldraðra ættingja.