150. löggjafarþing — 62. fundur,  24. feb. 2020.

leiga skráningarskyldra ökutækja.

386. mál
[16:51]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta mál er viðbrögð við alvarlegu hneyksli sem fólst í því að bílaleigufyrirtæki skrúfaði niður, eins og það heitir, ökumæla fjölda bifreiða um allt að tugþúsundir kílómetra. Það er talað um 148 bíla. Viðbrögð stjórnvalda við þessu hafa verið linkuleg, svo ekki sé meira sagt, og viðbrögðin í þessu frumvarpi eru það áfram. Við Miðflokksmenn í atvinnuveganefnd, við hv. þm. Sigurður Páll Jónsson, fluttum frávísunartillögu sem fjallaði um að þetta mál færi aftur til ríkisstjórnarinnar sem ynni það betur.

Við Miðflokksmenn munum ekki leggjast gegn þessu máli út af fyrir sig en við munum heldur ekki greiða því atkvæði.