150. löggjafarþing — 65. fundur,  3. mars 2020.

svör við fyrirspurnum.

[14:26]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég er auðvitað þakklátur herra forseta fyrir að segja okkur frá því að vinna sé í gangi við að laga þingsköpin að raunveruleikanum. Það er góðra gjalda vert að fá allar nefndir heimsins í það verkefni en breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að á meðan þingsköpin eru svona á herra forseti að taka mjög hart á því þegar trekk í trekk er algjörlega hunsað að fara að þingskapalögum. Eins og kom fram áðan er ekki eins og að hæstv. ráðherrar séu önnum kafnir við að koma málum sínum í gegn þannig að mér finnst að herra forseti eigi að koma í lið með okkur og vera bara enn harðari við ráðherrana.