150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[17:29]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að átak verði gert í einföldun regluverks í þágu atvinnulífs og almennings. Það frumvarp sem við greiðum hér atkvæði um er liður í þeirri vegferð og hér er verið að leggja niður nokkrar tilgreindar leyfisveitingar og skráningar sem ekki er talið nauðsynlegt að séu í lögum. Með því er verið að fækka leyfisveitingum og dregið úr óþarfakvöðum á atvinnulífi. Jafnframt er með frumvarpinu lagt til að felld verði úr gildi lög sem talin eru úrelt og hafa ekki sjálfstætt gildi lengur.

Þessu fagna ég mjög og hvet ríkisstjórnina til að koma með enn fleiri mál af þessum toga inn í þingið.