150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[17:32]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þetta frumvarp felur í sér einföldun regluverks og er mikið framfaraskref að því leyti. Þetta er liður í verkefnum ríkisstjórnarinnar á þessu sviði sem þegar eru farin að sýna sig í ýmsum málum í þinginu og horfa í þessa átt. Það er áhugavert að sjá að stuðningurinn við málið er dræmur frá flokki sem nýverið reyndi að slá sér upp á því að vera á móti bákninu og segist vilja einfalda umhverfi viðskiptalífsins og atvinnulífsins. Það sem málið snýst um er ekki hvernig menn tala heldur hvað menn gera og við sjáum það í atkvæðagreiðslunni á eftir.