150. löggjafarþing — 69. fundur,  4. mars 2020.

breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar.

332. mál
[17:38]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Þegar alvörumál koma í þingsal, mál sem skipta verulegu máli en breyta engu nema til hins verra stendur ekki á Miðflokksmönnum að berjast við báknið. Svona sýndarmennska, flaustur og mistök samþykkjum við ekki. (Gripið fram í.) Ef Sjálfstæðisflokkurinn og fjármálaráðherra sem galar hér fram í kemur (Gripið fram í.) með alvörutillögur — það voru Baldur og Konni. Það var Konni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram með alvörutillögur um að berjast við báknið stendur ekki á Miðflokksmönnum að styðja það, en svona sýndarmennsku, flaustur og mistök samþykkjum við ekki. (Gripið fram í.)