150. löggjafarþing — 71. fundur,  12. mars 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 904, um starfsemi Hafrannsóknastofnunar, frá Bjarna Jónssyni. Frá fjármálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 922, um tekjur ríkissjóðs vegna sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum, frá Þorsteini Sæmundssyni. Frá heilbrigðisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 965, um biðlista á Vogi, frá Sigurði Páli Jónssyni, og á þskj. 963, um ótímabær dauðsföll, frá Ingu Sæland. Frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 961, um fjölda lögreglumanna 1. febrúar 2020, frá Karli Gauta Hjaltasyni. Loks frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 968, um sérákvæði um gróðurhús í byggingarreglugerð, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur.